Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tsimanovskaya fær dvalarleyfi í Póllandi

epa09387351 Krystsina Tsimanouskaya (L) of Belarus competes in the women's 100m heats during the Athletics events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Olympic Stadium in Tokyo, Japan, 30 July 2021 (issued on 02 August 2021). Belarusian sprinter Krystsina Tsimanouskaya, who refused to fly home from the Tokyo 2020 Olympic Games for criticising sporting officials from Belarus, has spent the night at an airport hotel in Tokyo, the IOC confirmed on 02 August 2021.  EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ
Tsimanovskaya (lengst til vinstri) keppir í 100 m hlaupi á ÓL í Tókíó. Mynd: EPA-EFE - EPA

Tsimanovskaya fær dvalarleyfi í Póllandi

02.08.2021 - 12:07
Hvítrússneska hlaupakonan Kristina Tsimanovskaya hefur fengið dalarleyfi í Póllandi af mannúðarástæðum. Flytja átti hana nauðuga til Hvíta-Rússlands eftir að hún gagnrýndi forsvarsmenn ólympíuliðsins sem hún var hluti af. Eiginmaður hennar hefur flúið land.

Síðasti sólarhringur hefur verið afar viðburðarríkur hjá Kristinu Tsimanovskayu, sem átti að keppa í riðlakeppninni í 200 metra hlaupi á Ólympíuleikunum í Tókíó í dag. Hún hafði gagnrýnt forsvarsmenn Ólympíuliðsins á Instagram fyrir að setja hana í boðhlaupssveit landsins með skömmum fyrirvara. Þeirri færslu hefur nú verið eytt. Hún var þá flutt nauðug á flugvöllinn í Tókíó í gær og átti að senda hana til Hvíta-Rússlands. Hún neitaði að fara um borð og fékk sínu framgengt.

Tsimanovskaya sendi svo skilaboð um stöðu sína í gegnum Instagram. Hún biðlaði til Alþjóðaólympíunefndarinnar um aðstoð. Hún væri undir pressu og verið væri að reyna að fara með hana úr landi, þ.e. Japan, án hennar samþykkis. Alþjóðaólympíunefndin og yfirvöld í Japan tilkynntu svo að hún væri örugg og liði vel. Þá hefur Alþjóðaólympíunefndin krafið hvítrússnesku ólympíunefndina um skýringar.

Tékknesk yfirvöld buðu í morgun Tsimanovskayu hæli en í morgun fór hún í pólska sendiráðið í Tókíó, til að sækja um vernd í Póllandi. Marci Przydacz varautanríkisráðherra Póllands staðfesti svo á Twitter í morgun að hún hefði fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum. 

Þá hefur eiginmaður hennar, Arseny Zdanevich, flúið land og er nú staddur í Kiev. Hann sagðist í samtali við AFP-fréttasofuna vonast til að geta hitt eiginkonu sína í nánustu framtíð.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem skerst í odda með hvítrússneskum yfirvöldum og Alþjóðaólympíunefndinni. Í desember bannaði nefndin Alexander Lukashenko forseta og Viktor syni hans að koma á viðburði tengda Ólympíuleikum þar sem ólympíunefnd landsins hefði gert íþróttamenn sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum í fyrra að skotmarki. Í mars neitaði svo alþjóðaólympíunefndin að viðurkenna formennsku Viktors Lukashenko í ólympíunefnd Hvíta-Rússlands. Hann hafði þá tekið við því embætti af Alexander föður sínum.

Ríkissjónvarp Hvíta-Rússlands gagnrýndi framgöngu Tsimanovskayu og sagði að tími hennar í Tókíó væri eitt stórt hneyksli.

 

Tengdar fréttir

Íþróttir

Hvítrússar reyndu að senda keppanda heim fyrir andstöðu