Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Svíþjóð og Kanada mætast í úrslitaleiknum á ÓL

epa09387965 Fridolina Rolfo (L) of Sweden celebrates with teammates after scoring the 1-0 lead during the women's semi final soccer match between Australia and Sweden at the Tokyo 2020 Olympic Games in Yokohama, Japan, 02 August 2021.  EPA-EFE/KIMIMASA MAYAMA
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Svíþjóð og Kanada mætast í úrslitaleiknum á ÓL

02.08.2021 - 12:58
Kanada og Svíþjóð tryggðu sér sæti í úrslitum í fótbolta kvenna á Ólympíuleikunum í dag. Svíar lögðu Ástrali 1-0 og Kanada hafði betur gegn heimsmeisturum Bandaríkjanna sömuleiðis 1-0.

Það var ekki mikið um færi í leik Kanada og Bandaríkjanna en þær fyrrnefndu unnu  sögulegan 1-0 sigur á Bandaríkjunum en Kanada hefur ekki unnið Bandaríkin í tuttugu ár, síðan árið 2001. Markið gerði Jessie Fleming úr vítaspyrnu þegar stundarfjórðungur lifði leiks.

Í leik Svíþjóðar og Ástralíu var sömuleiðis lítið skorað en eina mark leiksins kom í upphafi fyrri hálfleiks. Þá virtist markvörður Ástrala, Teagan Jade Micah, misreikna skot sem skoppaði í slánna með þeim afleiðingum að hún datt aftur fyrir sig inn í markið. Fridolina Rolfö nýtti sér það, tók frákastið og setti boltann í netið. Svíþjóð kom boltanum svo aftur í netið í uppbótartíma en markið dæmt af vegna rangstöðu. Þær voru svo mjög nálægt því að tvöfalda forystuna skömmu síðar en tókst ekki og niðurstaðan 1-0 sigur Svíþjóðar sem mæta Kanada í úrslitum á föstudag.

Ástralía mætir því Bandaríkjunum í bronsleiknum á fimmtudagsmorgun. Ellie Carpenter verður ekki með Áströlum í bronsleiknum því hún verður í banni eftir að hafa fengið rautt spjald í blálok leiksins í dag.