Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rignir víða á landinu í dag

02.08.2021 - 07:07
Mynd með færslu
 Mynd: Markus Spiske - Pexels
Það verða áfram skúrir eða rigning víða á landinu í dag, en úrkomulítið eystra. Spáð er suðaustlægri eða breytilegri átt fram til miðnættis annað kvöld. Þokuloft verður víða við strendur, einkum að næturlagi. Hiti verður 10 til 19 stig, hlýjast í innsveitum.

Veðurstofa Íslands spáir svo áfram hægum eða breytilegum austlægum vindum og dálítilli vætu næstu daga. Minnst verður um úrkomu á norður og austurlandi. Áfram verður fremur hlýtt í veðri.