Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Hádegisfréttir: Býst við svipuðum fjölda smita áfram

02.08.2021 - 12:03
67 kórónuveirusmit greindust í gær og voru 36 utan sóttkvíar. Tekin voru 2652 sýni sem er nokkuð minna en síðustu daga. Upplýsingafulltrúi almannavarna segir lítið hægt að meta stöðuna út frá greindum smitum um verslunarmannahelgina. Hún býst við svipuðum tölum á morgun miðað við fjölda sýna. Almannavarnir biðla til fólks að fara í sýnatöku við minnstu einkenni, í stað þess að mæta í vinnu eftir verslunarmannahelgi. Upplýsingafundur almannavarna verður á morgun.

Hópur 30 erlendra ferðamanna sem sigldi með Herjófi til Vestmannaeyja í fyrradag eru í einangrun í nýja farsóttarhúsinu í Reykjavík.  

Pólsk yfirvöld hafa veitt hvítrússneska spretthlauparanum Kristinu Tsimanouvskayu dvalarleyfi. Hún átti að keppa á Ólympíuleikunum í dag en hvítrússnesk yfirvöldum hugðust flytja hana nauðuga heim fyrir að gagnrýna þjálfara liðsins.

Forseti Afganistan segir skyndilega ákvörðun um brotthvarf alþjóðlegs herliðs ástæðuna fyrir auknum átökum í landinu. Bandaríkjastjórn ætlar að taka við fleiri afgönskum flóttamönnum vegna stöðunnar.

Nærvera lögreglu á hálendinu virðist draga úr utanvegaakstri. Lögreglumenn á Norðurlandi eystra fara nokkrar ferðir á sumri í Drekagil og dvelja þar í þrjár til fjórar nætur. 

Anníe Mist Þórisdóttir í þriðja sæti á Heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í gær. Þá var nóg um að vera á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt.

Hádegisfréttir verða sagðar klukkan 12:20.

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV