Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gasmengun frá Vogum til Borgarfjarðar

Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd: Reynir Freyr Pétu - RÚV
Möguleiki er á að gasmengun frá eldgosinu við Fagradalsfjall dreifist allt frá Vogum yfir Borgarfjörð og Borgarnes í dag. Þetta má sjá á gasmengunarspá frá Veðurstofu Íslands til miðnættis í kvöld.

Vegna suðlægra vinda sem spáð er í dag verður gasmengun líklega mest yfir Vogum á Vatnsleysuströnd frameftir degi, en fólk statt í Borgarnesi eða Borgarfirði gæti einnig orðið vart við brennisteinsdíoxíðs gasmengun.

Ólíklegt er að mengunin verði það mikil að fólk þurfi að takmarka útiveru, en viðkvæmir gætu fundið til einkenna í nefi, munni eða hálsi.

Loftgæðamælir Umhverfisstofnunar við Voga er bilaður og sýnir því ekki mælingar frá svæðinu, en fólki er bent á að fylgjast þess í stað með loftgæðamælingum við Reykjavík og Hvalfjörð. Það er ekki loftgæðamælir á vegum Umhverfisstofnunar í Borgarfirði.

Gasmengunarspá 6klst, þann 2.8.2021 frá Veðurstofu Íslands.
 Mynd: Veðurstofa Íslands - RÚV
Mynd frá Veðurstofu Íslands sýnir gasdreifingu næstu 6 klukkustundir