Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Telur unnt að komast hjá hörðum samkomutakmörkunum

epa08518620 Anthony Fauci, director of the National Institute of Allergy and Infectious Diseases, speaks during the United States Senate's Health, Education, Labor and Pensions (HELP) Committee hearing on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 30 June 2020. Government health officials updated senators on how to safely get back to school and the workplace during the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/Al Drago / POOL
Anthony Fauci. Mynd: EPA-EFE - Bloomberg POOL
Ekki er búist við að grípa þurfi til harðra samkomutakmarkana í Bandaríkjunum þrátt fyrir talsverða fjölgun kórónuveirusmita af Delta-afbrigðinu.

Þetta er mat Anthony Fauci sóttvarnasérfræðings Bandaríkjastjórnar en nú teljast sex af hverjum tíu Bandaríkjamönnum yfir tólf ára aldri vera fullbólusettir.

Fauci sagði það vera fullnægjandi hlutfalli í samtali á ABC sjónvarpstöðinni. Hlutfallið nægði þó ekki til að stöðva útbreiðsluna en væri þó nóg til þess að ekki þurfi að grípa til sömu aðgerða og síðasta vetur.

Reuters greinir frá því að fjöldi nýrra smita hafi næstum tvöfaldast í Bandaríkjunum undanfarna tíu daga. Bólusetningum er tekið að fjölga að nýju eftir að dró nokkuð úr þeim um hríð. 

Neel Kashkari, sérfræðingur í Minneapolis-deild Seðlabanka Bandaríkjanna segist telja líklegt að útbreiðsla Delta-afbrigðisins hafi nokkur áhrif á efnahaginn. Einkum geti útbreiðslan dregið atvinnuleysi á langinn.

Fyrir skemmstu kvaðst Fauci vera pirraður yfir stöðunni sem upp væri komin, fyrst og fremst mætti rekja mætti fjölgunina til óbólusettra. Hann sagði þá koma til greina að bólusettir fengju þriðja skammt bóluefnis, svokallaðan örvunarskammt.