Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Herstjórnin í Mjanmar lofar kosningum árið 2023

01.08.2021 - 05:57
epa09000190 A demonstrator holds up a placard calling for the release of Myanmar State Counselor Aung San Suu Kyi and President Win Myint during a protest against the military coup, in Yangon, Myanmar, 10 February 2021. People continued to rally across the country despite orders banning mass gatherings and reports of increasing use of force by police against anti-coup protesters. Myanmar's military seized power and declared a state of emergency for one year after arresting State Counsellor Aung San Suu Kyi, the country's president, and other political leaders in an early morning raid on 01 February.  EPA-EFE/LYNN BO BO
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Min Aung Hlaing, leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar, tilkynnti í sjónvarpsávarpi að neyðarástandi yrði aflétt í landinu og gengið til kosninga fyrir ágúst árið 2023.

Min Aung Hlaing lofaði að mörgum stjórnmálaflokkum verði heimilað að taka þátt í kosningum.

Ef herstjórnin stendur við þessi orð er ljóst að Mjanmar verður undir stjórn hersins í tvö og hálft ár í stað eins árs líkt og lofað var skömmu eftir valdaránið í febrúar.

Herinn hefur réttlætt valdatöku sína með því að umfangsmikil svik hafi verið í tafli í aðdraganda kosninga á síðasta ári. Niðurstöður þeirra sýndu yfirburðarsigur Lýðræðisfylkingarinnar, flokks Aung San Suu Kyi.

Herstjórnin hefur hótað því að flokkurinn verði leystur upp. Suu Kyi hefur verið í haldi frá fyrsta febrúar og á yfir höfði sér margvíslegar ákærur, sem gætu kostað hana tíu ára fangelsisvist verði hún dæmd sek.

Mótmælt hefur verið víða um landið í dag sex mánuðum eftir að herinn tók völdin. Kórónuveirufaraldurinn er afar skæður í landinu, starfsfólk vantar á sjúkrahús og Alþjóðabankinn spáir því að efnahagur landsins dragist saman um allt að átján af hundraði á árinu.