Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Greiða atkvæði um ákærur gegn fyrrverandi forsetum

epa08668655 A handout photo made available by the Presidency of Mexico shows President Andres Manuel Lopez Obrador, during a press conference at the National Palace of Mexico City, Mexico 14 September 2020. The Mexican Government will ask Israel for the extradition of Tomas Zeron, former director of the defunct Criminal Investigation Agency accused of hiding evidence and torturing witnesses in the case of the 43 missing students from Ayotnizapa.  EPA-EFE/Presidency of Mexico HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
Andres Manuel Lopez Obrador, forseti Mexíkó. Mynd: EPA-EFE - Presidency of Mexico
Í dag ganga Mexíkóar að kjörborðinu til að greiða atkvæði um hvort ákæra beri fimm forvera núverandi forseta fyrir spillingu. Andstæðingar hugmyndarinnar segja þjóðaratkvæðagreiðsluna óþarfa.

Forsetinn, Andres Manuel Lopez Obrador, er yfirlýstur baráttumaður gegn spillingu og segir að með því að bera þetta mál undir þjóðina styrkist þátttökulýðræði í landinu.

Andstæðingar hans segja þjóðaratkvæðagreiðsluna vera pólítískan hráskinnaleik. Ónauðsynlegt sé að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem hægur vandi sé að ákæra fyrrverandi forseta líkt og aðra borgara.

Liggi sönnunargögn fyrir um spillingu þurfi ekki að leita fulltingis almennings til að ákæra. Til þess að niðurstöður kosninganna verði bindandi þurfa 40% kjósenda að mæta á kjörstað en áhugi kjósenda virðist takmarkaður.

Þó er talið líklegt að meirihluti þeirra sem taki þátt séu því fylgjandi að ákæra forsetana fyrrverandi sem sátu að völdum á árunum 1988 til 2018. Lopez Obrador ætlar sjálfur ekki að greiða atkvæði því hann segist ekki vilja verða ásakaður um hefnigirni.

Þeir sem forsetinn vill að sæti ákæru eru þeir Carlos Salinas, Ernesto Zedillo, Vicente Fox, Felipe Calderon og Enrique Pena Nieto.

Lopez Obrador hefur sakað þá um að hafa sópað að sér auði, glatað stórfé úr ríkissjóði, staðið að einkavæðingu almenningseigna og aðra almenna spillingu. Allir hafa þeir borið hástöfum af sér allar sakir. 

Áætlað er að talning atkvæða taki tvo til þrjá sólarhringa. Mexíkó situr nú í 124 sæti af 179 í spillingarvísitölu Transparency International. Það er sam­an­b­urðar­könn­un á hve vel var­in lönd eru gegn spill­ingu.