Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Covid-smitaðir ferðamenn í Herjólfi í gær 

01.08.2021 - 14:03
Mynd með færslu
 Mynd: Þór Ægisson - RÚV
Fimmtán manna hópur af er­lend­um ferðamönnum sem fór um borð í Herjólf áleiðis til Vestmannaeyja í gær reyndist all­ur smitaður af COVID-19 þegar til Heimaeyjar kom. Þetta staðfestir lögreglan í Vestmannaeyjum.

Mbl.is greindi fyrst frá. Ferðamenn­irn­ir fengu símtal er komið var til Heimaeyjar með staðfestingu á já­kvæðum niður­stöðum úr sýna­töku.

Lögreglan í Eyjum tekur fram í samtali við fréttastofu RÚV að hópurinn hafi ekki stigið á land í Heimaey heldur haldið sig í rútunni, farið stuttan bíltúr um bæinn og svo beinustu leið í næstu ferð með Herjólfi upp á fasta landið. 

Fyrir bragðið sé engin virk smitrakning í gangi í Vestmannaeyjum enda hafi hópurinn ekki komist í snertingu við nokkurn mann í Heimaey.  

Hópurinn fór sem fyrr segir yfir í Land­eyja­höfn aft­ur við fyrsta tækifæri og þau sátu þar um kyrrt í rútunni inni á bíla­þilfari, að því er fram kemur á mbl.is.