Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þyrla Landhelgisgæslunnar við hraðamælingar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Ágúst Ólafsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í vegaeftirliti og hraðamælingum á milli Reykjavikur og Akureyrar í samstarfi við lögregluna í gær.

Samkvæmt tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru sjö ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur í eftirlitinu, sem bæði var framkvæmt úr lofti, með búnaði Gæslunnar, en einnig var lent á nokkrum stöðum við þjóðveginn og mælingar framkvæmdar með hefðbundnum radarmælingum.

Sá sem hraðast ók mældist á 140 kílómetra hraða. Hér að neðan má sjá myndskeið úr þyrlunni við umferðareftirlit í gær.