Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skyldubólusetningu og heilsupassa mótmælt í Frakklandi

31.07.2021 - 14:48
epa09382551 Protesters shout slogans against the government during a demonstration against the COVID-19 health pass which grants vaccinated individuals greater ease of access to venues in France, in Paris, France, 31 July 2021. Anti-vaxxers, joined by the anti-government 'yellow vest' movement, are demonstrating across France for the third consecutive week in objection to the health pass, which is now mandatory for people to  visit leisure and cultural venues.  EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Þúsundir komu saman á götum Parísar og fleiri borga Frakklands í dag til þess að mótmæla nýjum lögum sem samþykkt voru í vikunni.

Þau kveða á um skyldubólusetningu heilbrigðisstarfsfólks og kröfu um framvísun á svokölluðum heilsupassa, vilji fólk ferðast með flugvélum eða lestum, snæða á veitingastöðum og heimsækja ýmsa opinbera staði. Mótmælin fóru að mestu friðsamlega fram, þó óeirðarlögregla hafi þurft að blanda sér í málin um tíma. 

Samkvæmt skoðanakönnun styður meirihluti Frakka nýju lögin, þó hávær minnihlutahópur sé þeim mótfallinn. Lögin voru samþykkt vegna útbreiðslu Delta-afbrigðis kórónuveirunnar í Frakklandi.

Í gærkvöldi var greint frá tuttugu og fjögur þúsund nýsmitum í landinu sólarhringinn á undan, samanborið við nokkur þúsund dagleg smit í byrjun júlí. 

Lögin taka gildi 9. ágúst, og í kjölfarið tók skráning í bólusetningu mikinn kipp hjá óbólusettum Frökkum. Bólusetningastöðvar eru víða, meðal annars við sumar baðstrendur landsins þar sem fólk í fríi getur fengið sprautu. Um 52 prósent Frakka hafa verið fullbólusettir.