Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sími og tækjabúnaður Johns Snorra fundinn

31.07.2021 - 17:44
Mynd með færslu
 Mynd: John Snorri - RÚV
Sími, myndavél og staðsetningarbúnaður fjallgöngumannsins John Snorra Sigurjónssonar er kominn í leitirnar. Félagi Johns Snorra greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni.

Mbl.is sagði fyrst frá. Í tísti kanadíska ofurhugans og kvikmyndagerðarmannsins Elia Saikaly segir:

„Staðsetningarbúnaður, Go-Pro myndavél og sími Johns Snorra bjargað af K2. Sajid Sadpara mun fara vandlega yfir allt efni tækjabúnaðarins í fyrramálið. Fáum við sönnun þess að þeir hafi komist á toppinn að vetri til?“

Sem kunnugt er fórst John Snorri ásamt þeim Ali Sadpara og Juan Pablo Mohr í tilraun til að komast fyrstir manna á tind K2 að vetri til. Nú er talið að þeir hafi komist á toppinn en látist á leiðinni niður.