Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Schauffele efstur fyrir lokahringinn á ÓL

epa09381408 Xander Schauffele of the US on the fifth hole during the third round of the Golf events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Kasumigaseki Country Club in Kawagoe, Japan, 31 July 2021.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Schauffele efstur fyrir lokahringinn á ÓL

31.07.2021 - 08:34
Bandaríkjamaðurinn Xander Schauffele er efstur í golfkeppni karla fyrir lokahringinn. Hann er höggi á undan heimamanninum Matsuyama Hideki.

Schauffele lék á 3 höggum undir pari á þriðja hring í dag og er samtals á 14 höggum undir pari. Matsuayama lék þriðja hringinn höggi betur og er á 13 undir pari og í seilingarfjarlægð við Schauffele.

Höggi á eftir Matsuyama eru svo Bretinn Paul Casey og Mexíkóinn Carlos Ortiz.