Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Rauði krossinn norski leitar að leifum loftsteins

31.07.2021 - 01:12
Mynd með færslu
 Mynd: Torstein Bøe © Ritzau Scanpix
Rauði krossinn í Noregi leitar að brotum úr loftsteini sem talið er að geti legið einhvers staðar í Finnmörku. Hópur fólks fer nú um í skóglendinu þar í von um að finna hann.

Vígahnöttur lýsti upp næturhimininn yfir Noregi aðfaranótt síðasta sunnudags en sérfræðingar töldu líklegt að loftsteinninn hefði ekki brunnið upp í gufuhvolfinu.

Því er talið að einhverstaðar kunni að finnast allt að nokkurra kílóa þungur steinn. Leit að loftsteinum hófst fljótlega eftir atvikið en hefur ekki enn borið árangur.

Ljósbjarminn af vígahnettinum sást víða að í Noregi og Svíþjóð og honum fylgdi öflug höggbylgja enda segja norskir sérfræðingar hann hafa rofið hljóðmúrinn þegar hann lenti á gufuhvolfinu.

Hvellurinn var svo mikill að hlið og hurðir opnuðust víða en ekki var tilkynnt um meira tjón en brotnar gluggarúður.