Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mannskæðir skógareldar geisa í Tyrklandi

31.07.2021 - 15:30
Paramilitary police officers and people watch as a wildfire fanned by strong winds rage near the Mediterranean coastal town of Manavgat, Antalya, Turkey, Wednesday, July 28, 2021. Authorities evacuated homes in Manavgat as a wildfire raged Wednesday through a forest. Gendarmerie forces helped move residents out of four neighborhoods in the town out of the fire's path as firefighters worked to control the blaze, the Manavgat district governor Mustafa Yigit told the state-run Anadolu Agency. (Arif Kaplan/IHA via AP)
 Mynd: AP - IHA
Skógareldar brutust út í Tyrklandi á miðvikudag og loga nú á tíu stöðum víðsvegar um landið. 6 eru látnir, yfir 300 manns hafa særst og hefur þurft að rýma bæði þorp og hótel víða með tilheyrandi brottflutningi.

Slökkviliðsmenn takast nú á við eldana fjórða daginn í röð. Tala látinna er komin upp í 6, að því er ríkisfjölmiðlar í Tyrklandi greina frá. Síðast fundust lík tveggja slökkvistarfsmanna sem höfðu farist við störf sín, að því er ríkisfréttastofan Anadolu greindi frá. Fréttastofan greindi ennfremur frá því að annar eldur kviknaði í dag nálægt ferðamannaborginni Bodrum með þeim afleiðingumað flytja þurfti fólk á brott frá heimilum sínum og hótelum.

Bekir Pakdemirli landbúnaðarráðherra og skógræktarráðherra sagði á Twitter í gær að 10 eldar loguðu enn og 88 hefði verið slökktir síðan á miðvikudag. Rannsóknarlögreglumenn reyna að komast að því hvort einhverjir eldanna hafi verið kveiktir af ásetningi.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti þakkaði Vladimir Pútín Rússlandsforseta símleiðis fyrir að senda flugvélar og þyrlur til hjálpar, að því er skrifstofa forsetans sagði. 

Erdogan hefur fengið á baukinn heima fyrir eftir að í ljós kom að Tyrkland á engar flugvélar til nota við slökkvistarf þrátt fyrir að þriðjungur af landinu væri skógi vaxinn og skógareldar sívaxandi vandamál.

Forsetinn skelldi skuldinni hins vegar á flugmálayfirvöld landsins og sagði þau ekki hafa uppfært flugflota sinn og tækni, í heimsókn í bæinn Manavgat, eitt af svæðinu sem varð fyrir eldunum.

Meira en 2.600 eldar hafa blossað upp að meðaltali á hverju ári í Tyrklandi síðasta áratuginn, en þessi tala fór upp í tæplega 3.400 í fyrra, að sögn Husrev Ozkara, varaformanns Tyrknesku skógræktarsamtakanna.