Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Heimsmet hjá Dressel

epa09381147 Caeleb Dressel of USA waits for results in the Men's 50m Freestyle Semifinal at the Swimming events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Tokyo Aquatics Centre in Tokyo, Japan, 31 July 2021.  EPA-EFE/HOW HWEE YOUNG
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Heimsmet hjá Dressel

31.07.2021 - 04:40
Bandaríski sundmaðurinn Caeleb Dressel sigraði í 100 m flugsundi á nýju heimsmeti, 49,45 sekúndum. Þetta eru þriðju gullverðlaun hans á leikunum.

Áður hafði hann unnið 100 m skriðsund og 4x100 m boðsund. Alls eru þetta fimmtu gullverðlaun hans en hann vann 4x100 m boðsund og 4x100 m fjórsund á leikunum í Ríó 2016. Ungverjinn Kristof Milak sem hafði unnið gullið í 200 m flugsundi varð að láta sér lynda silfur í 100 m flugsundinu. Noe Ponti frá Sviss vann svo bronsið.

Aðeins Mark Spitz hafði tekist að vinna þessar tvær greinar á sömu Ólympíuleikum og Dressel hefur nú gert, þ.e. 100 m skriðsund og 100 m flugsund. Heimsmetið sem Dressel setti í dag átti hann sjálfur áður, sett árið 2019.

Ledecky vann 800 metra skriðsund og jafnaði met

Bandaríska sunddrottningin Katie Ledecky sigraði í 800 m skriðsundi kvenna. Þetta eru þriðju leikarnir í röð sem hún sigrar í greininni og jafnar þar með met Dawn Fraser frá Ástralíu, sem vann 100 m skriðsund 1956-1964, og Krisztinu Egerszegi frá Ungverjalandi, sem vann 200 m baksund 1988-1996.

epa09372623 Kathleen Ledecky of the US walks out after competing in the women's 200m Freestyle Final during the Swimming events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Tokyo Aquatics Centre in Tokyo, Japan, 28 July 2021.  EPA-EFE/Patrick B. Kraemer
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Katie Ledecky.

Ledecky er nú næstsigursælasta sundkonan frá upphafi á Ólympíuleikunum með 7 gull. Aðeins Jenny Thompson vann fleiri, 8 talsins. Ariarne Titmus frá Ástralíu varð önnur og Simona Quadarella frá Ítalíu þriðja.

Önnur gullverðlaun McKeown í baksundi

Kaylee McKeown frá Ástralíu vann gull í 200 m baksundi. Hún vann líka 100 m baksundið fyrr á leikunum. Sama má segja af silfurverðlaunahafanum. Kylie Masse frá Kanada fékk silfur í dag og líka í 100 metrunum um daginn. Emily Seebohm frá Ástralíu fékk brons.

Sveit Breta varð svo Ólympíumeistari í 4x100 m fjórsundi blandaðra kynja. Kínverjar unnu silfrið og sveit Ástralíu bronsið. Emma McKeon var í sveit Ástrala og hún vann þar með sín fimmtu verðlaun á þessum Ólympíuleikum í Tókýó.

epa09378418 Emma McKeon of Australia (R) is congratulated by Cate Campbell of Australia (L) after winning the Women's 100m Freestyle Final at the Swimming events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Tokyo Aquatics Centre in Tokyo, Japan, 30 July 2021.  EPA-EFE/HOW HWEE YOUNG
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Emma McKeon og Cate Campbell.