Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Eftirmaður Merkel játar ritstuld

31.07.2021 - 14:27
epa08703315 German North Rhine-Westphalia State Premier Armin Laschet arrives for a meeting at the CDU headquarters in Berlin, Germany, 28 September 2020. Media reports state, that German North Rhine-Westphalia State Premier Armin Laschet, former German Christian Democratic Union (CDU) faction leader Friedrich Merz and German CDU CDU Member of Parliament and Chairman of the Foreign Affairs Committee Norbert Roettgen are about to meet with German Defense Minister Annegret Kramp-Karrenbauer to plan the candidate application phase for the party leadership prior to the upcoming party convention on 04 December 2020.  EPA-EFE/CLEMENS BILAN
 Mynd: EPA
Armin Laschet, kanslaraefni Kristilegra demókrata í Þýskalandi, hefur játað á sig ritstuld. Upp hefur komist að hann gat ekki heimilda með réttum hætti í bók sem hann gaf út árið 2009. 

Heilu málsgreinarnar voru teknar úr bók þróunarfræðingsins Karsten Weitzernegger. Sá greindi frá því á Twitter að maður, sem sérhæfir sig í að leita uppi ritstuld, hefði haft samband við hann og látið hann vita.

Þjóðverjar ganga til kosninga 26. september og freistar Laschet þess að taka við kanslaraembættinu af flokkssystur sinni, Angelu Merkel, sem þá lætur af embætti.

Laschet er annar oddvitinn sem sakaður er um ritstuld, en í síðasta mánuði var Annalena Baerbock, oddviti græningja, borin sömu sökum. 
Græningjum hefur fatast flugið í skoðanakönnunum síðustu vikur eftir að hafa til skamms tíma tekið fram úr Kristilegum demókrötum sem stærsti flokkurinn í könnunum. Kristilegir mælast nú stærstir með um þrjátíu prósenta fylgi en græningjar með um átján.

Stutt er síðan Laschet þurfti að biðjast afsökunar síðast, eftir opinbera heimsókn til bæjarins Erftstadt, eins þeirra sem fór hvað verst út úr flóðunum fyrr í mánuðinum.

Minnst tvö hundruð létust í flóðunum og fór það fyrir brjóstið á mörgum þegar sást til Laschets skellihlæjandi í hrókasamræðum við annan mann á meðan íbygginn forseti landsins flutti yfirlýsingu.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV