Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Delta-afbrigðið jafn smitandi og hlaupabóla

epa09367897 A Covid-19 test centre in London, Britain, 26 July 2021. Covid-19 cases have dropped significantly in after a sharp increase following England's so called 'freedom day' July 19. Recent data has shown that Covid-19 cases have fallen by some fifteen per cent compared to the previous seven days, indicating that the UK vaccination program may be proving vital in halting the spread of the Delta variant.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Delta-afbrigði kórónuveirunnar er jafn smitandi og hlaupabóla og meira smitandi en ebóla, kvef og bólusótt. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna sem New York Times hefur undir höndum.

Í Bandaríkjunum, líkt og hér á landi og mun víðar um heim reyndar, hefur delta-afbrigði kórónuveirunnar náð að breiðast hratt út. 

Minni líkur eru á að bólusettir einstaklingar smitist af Delta-afbrigði veirunnar, en þegar bólusettir smitast er þeim alveg jafn hætt við að smita aðra og þau sem eru óbólusett. Þetta er meðal þess sem fram kemur í innahúss minnisblaði sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna, sem The New York Times hefur undir höndum. Rochelle P. Walensky, forstjóri sóttvarnarstofnunarinnar sagði á þriðjudag að rannsóknir þeirra sýndu að bólusettir geti borið alveg jafn mikið smit af delta afbrigðinu og þau sem ekki eru bólusett þói að þeim fyrrnefndu sé ekki eins hætt við að smitast. 

Minnisblaðið inniheldur sömuleiðis samanburð við smithættu delta-afbrigðisins við aðra smitsjúkdóma.

Þar kemur fram að hið títtnefnda Delta-afbrigði er meira smitandi en ebóla, SARS-sjúkdómurinn, kvef, flensa og bólusótt. Delta-afbrigðið er jafn smitandi og hlaupabóla samkvæmt útreikningum sóttvarnarstofunarinnar.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu landlæknis telst hlaupabóla mjög smitandi sjúkdómur. 

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna gaf á dögunum út þau tilmæli að grímuskyldu yrði aftur komið á á þeim svæðum þar sem útbreiðslan er hvað mest, jafnt fyrir bólusetta og þau sem ekki þiggja bólusetningu. Í minnisblaðinu er gefið til kynna að þau tilmæli dugi jafnvel ekki til og alger grímuskylda væri líklega betri regla. 
 

 

Birta Björnsdóttir
Fréttastofa RÚV