Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bráðinn Grænlandsís dygði til að þekja Flórída

31.07.2021 - 05:49
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Ólafsdóttir - RÚV
Óvenjulega mikill hiti á austurhluta Grænlands undanfarið hefur orðið til þess að gríðarlega mikið hefur bráðnað úr íshellunni yfir landinu.

Samkvæmt upplýsingum vísindamanna bráðnaði sem nemur átta og hálfum milljarði tonna af ís á þriðjudaginn var. Það dygði til að þekja Florída-ríki í Bandaríkjunum í fimm sentímetra djúpu vatni.

Daginn eftir mældist hitastigið á norðaustanverðu Grænlandi 19,8 gráður en aldrei hefur mælst jafn hár hiti þar um slóðir.

Mark Tedesco, jöklasérfræðingur við Columbia háskóla og hjá NASA, segir í samtali við The Guardian ástæða þessa háa hitastigs sé hæð sem sogi heitt loft úr suðri og haldi því svo föngnu yfir Grænlandi.

Hann segir slíkt ekki nýlundu en að í seinni tíð gerist þetta oftar og vari lengur.