Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ákærður fyrir að selja olíu til Norður Kóreu á laun

epa06633534 An undated photo released on 28 March 2018 by the North Korean Central News Agency (KCNA), the state news agency of North Korea, shows North Korean leader Kim Jong-un giving a speech during a visit to China. According to the North Korean media, Kim Jong-un visited China from 25 to 28 March at the invitation of Chinese President Xi Jinping.  EPA-EFE/KCNA   EDITORIAL USE ONLY
 Mynd: EPA
Alríkisdómari í New York heimilaði Bandaríkjastjórn að gera olíuskipið M/T Courageous upptækt. Eigandi þess er ákærður fyrir að laumast framhjá refsiaðgerðum gegn Norður Kóreu í hagnaðarskyni.

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir skipið, sem er í eigu Kwek Kee Seng frá Singapore, hafa verið notað til ólöglegra olíuflutninga til Norður Kóreu. Skipið er nú vörslu yfirvalda í Kambódíu en Kwek hefur verið ákærður fyrir athæfið.

Kwek er á flótta en í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að hann og samverkamenn hans hafi lagt á ráðin um að sneiða hjá refsiaðgerðum Bandaríkjanna gegn Norður Kóreu með stórfelldum hætti, og flytja eldsneyti á laun þangað.

Kwek er sakaður um að hafa logið til um ferðir skipsins með því að gefa ekki upp staðsetningu þess og hann hafi notað skúffufyrirtæki til að fela hvaða viðskipti hann stundaði. Talið er að verðmæti olíunnar sem hann seldi nemi um einni og hálfri milljón Bandaríkjadala. 

Samskipti Bandaríkjanna og Norður Kóreu eru í járnum og engar samningaviðræður virðast í sjónmáli. Utanríkisráðherra Norður Kóreu lýsti því yfir í júní að samningaviðræður myndu engu skila eins og staðan væri.