Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Þrjú hundruð þúsund veðurteppt í Bangladess

30.07.2021 - 13:32
epa09373707 A view of the flooded Rohingya refugee camp number 4 after the heavy rain in Cox's Bazar, Bangladesh, 28 July 2021. At least six Rohingya refugees died and several were injured, according to the refugee commissioner, after a landslide hit Rohingya refugee camps following heavy monsoon rain. Many shelters were inundated and heavy rain damaged hundreds of temporary Rohingya refugee shelters.  EPA-EFE/TANBIRUL MIRAJ RIPON
Flóttamannabúðir Róhingja í Bangladess eru umflotnar vatni. Mynd: EPA-EFE - EPA
Flóð af völdum monsúnrigninga í suðausturhluta Bangladess valda því að yfir þrjú hundruð þúsund íbúar í þorpum á svæðinu eru innilokaðir. Óveðrið hefur orðið að minnsta kosti tuttugu að bana, þar á meðal sex Róhingja-flóttamönnum frá Mjanmar.

Sjötíu þorp eru umflotin vatni, að því er AFP fréttastofan hefur eftir sveitarstjórnarmanni á svæðinu. Á fjórða tug þúsunda hafast við í skólum og óveðursskýlum. Fyrr í þessari viku voru tíu þúsund Róhingjar fluttir úr flóttamannabúðum vegna óveðursins.

Um það bil 740 þúsund Róhingjar hafast við í Bangladess eftir að þeir voru hraktir á flótta frá heimkynnum sínum í Mjanmar árið 2017. Sameinuðu þjóðirnar segja að meðferð mjanmarska hersins á þeim jafngildi þjóðarmorði. 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV