Athugið þessi frétt er meira en 3 mánaða gömul.

Miklar tafir við Hvalfjarðargöng

30.07.2021 - 13:16
Mynd með færslu
 Mynd: Hans Steinar Bjarnason
Flutningabíll er í vandræðum í Hvalfjarðargöngum og eru töluverðar tafir á umferð við göngin.

Umferð er hleypt á til skiptis að norðan og sunnan en samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er ekki búist við að tafirnar vari lengi. Þó má búast við að það taki tíma að greiða úr umferðinni.

Lokunin kemur á versta tíma enda margir á leið út úr bænum fyrir verslunarmannahelgina, sem jafnan er stærsta ferðahelgi ársins. 

Uppfært klukkan 13.45

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er búið að opna göngin á ný. Þó má búast við að það taki tíma að greiða úr töfunum.

alexandergk's picture
Alexander Kristjánsson
Fréttastofa RÚV