Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju

epa01174915 An evening view of the Saudi Arabian capital Riyadh, late 16 November 2007. Saudi Arabia will host the third OPEC Summit 17-18 November, the two-day summit in Riyadh, put output changes are not part of the meetings official agenda. OPEC rejected calls for a production increase, arguing that more OPEC oil on the markets would not influence high oil prices.  EPA/JAMAL NASRALLAH
 Mynd: EPA
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.

Nýju reglurnar við landamærin taka gildi 1. ágúst næstkomandi og eiga við um fólk sem hefur fengið þau bóluefni sem viðurkennd eru í landinu Pfizer, AstraZeneca, Moderna og Johnson & Johnson. 

Einnig ber ferðamönnum að framvísa  neikvæðu PCR-vottorði sem ekki má vera eldra en þriggja sólarhringa gamalt.

Ekki er langt um liðið síðan stjórnvöld í Sádí Arabíu ákváðu að tímabært byggja upp ferðamannaiðnað í landinu, það var árið 2019. Frá því í september það ár og fram í mars 2020 fengu 400 þúsund vegabréfsáritun.

Þá varð faraldurinn til þess að ákveðið var að skella öllu í lás. Hann hefur einnig orðið þess að straumur pílagríma til landsins varð að engu og aðeins innfæddum leyft að heimsækja helgustu staði landsins. 

Sádar hafa bólusett í gríð og erg en nú er svo komið að 26 af 35 milljónum íbúa landsins hafa fengið sprautu.

Frá 1. ágúst fá engir nema bólusettir að heimsækja stjórnarstofnanir og fyrirtæki, skóla og afþreyingu margskonar. Eins verður óbólusettum meinað að nota almenningssamgöngur.

Á sjötta hundrað þúsund hafa smitast af COVID-19 í Sádí Arabíu og ríflega átta þúsund látist af völdum sjúkdómsins.