Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Heimsmeistararnir slógu út Evrópumeistarana

epa08040169 (FILE) - Megan Rapinoe of the USA celebrates after scoring a goal during the FIFA Women's World Cup 2019 final match between the USA and the Netherlands in Lyon, France, 07 July 2019 (re-issued 02 December 2019). Rapinoe was awarded with the Women's Ballon d'Or trophy during the Ballon d'Or ceremony at Theatre du Chatelet in Paris, France, 02 December 2019.  EPA-EFE/IAN LANGSDON
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Heimsmeistararnir slógu út Evrópumeistarana

30.07.2021 - 14:07
Ríkjandi heimsmeistararar Bandaríkjanna unnu Evrópumeistara Hollands 2-4 í vítaspyrnukeppni eftir hörkuspennandi leik í átta liða úrslitum í knattspyrnu kvenna á Ólympíuleikunum.

Fyrsta markið kom eftir 18. mínútna leik og það var Vivianne Miedema sem kom Hollandi í forystu 1-0. Sam Mewis jafnaði svo metin fyrir Bandaríkin tíu mínútum síðar 1-1 og þremur mínútum seinna kom Lynn Williams Bandaríkjunum yfir 2-1 og þannig var staðan í hálfleik.

Vivianne Miedema jafnaði svo aftur fyrir Holland á 54. mínútu og gerði þar með 10 mark sitt á leikunum en engin kona hefur skorað jafn mörg mörk á einum og sömu leikunum. Svo á 81. mínútu fékk Holland vítaspyrnu en Alyssa Naeher varði í marki Bandaríkjanna og 2-2 stóð eftir venjulegan leiktíma.

Leikurinn fór þá í framlengingu en hvorugu liðinu tókst að skora. Þá tók við vítaspyrnukeppni og Miedema tók fyrstu spyrnu Hollands en Naeher varði frá henni. Til að gera langa sögu stutta unnu Bandaríkin vítaspyrnukeppnina 2-4 en það var Megan Rapinoe sem tryggði sigur Bandaríkjanna með síðustu spyrnunni.

Bandaríkin eru því komin í undanúrslit á mótinu og mæta þar Kanada. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast Ástralía og Svíþjóð.