Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Gætu þurft að vísa covid-sýktu fólki frá sóttvarnahúsum

30.07.2021 - 12:39
Mynd: RÚV / Skjáskot
Mjög er farið að þrengjast um í sóttvarnahúsum og það styttist í að öll herbergi verði fullnýtt. Því getur komið til þess á næstunni að vísa verði covid-sýktu fólki frá, segir Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa. Fleiri herbergi eru nú í boði fyrir fólk í skimunarsóttkví heldur en fólk sem hefur greinst með smit.

Undanfarið hafa allt að 50 manns með covid leitaði í sóttvarnahús á dag. Nú er svo komið að setja hefur þurft hömlur við því og í gær voru aðeins sautján innritaðir, sagði Gylfi Þór í hádegisfréttum í útvarpi. „Því miður þurftum við að fara að velja inn í húsin með enn stærra stækkunargleri en áður. 

Nú eru um 170 herbergi undir skimunarsóttkví en mun færri fyrir fólk með covid. „Við eigum í rauninni fleiri herbergi fyrir ferðamenn en covid-sýkta. Það er vandamálið sem við stöndum frammi fyrir því við getum ekki blandað þessu saman.“

Sóttvarnahúsin eru starfrækt á hótelum. Þeim var flestum lokað þegar faraldurinn stóð sem hæst en hafa verið opnuð á ný eftir að ferðamönnum fjölgaði á ný. 

„Það er ekki hlaupið að því að leigja hótel í dag,“ sagði Gylfi í hádegisfréttum. „Nú sýnist okkur að það sé ekki meira á lausu. Þá þarf því miður að fara að vísa covid-sýktum frá.“ Svarið var stutt og skýrt þegar Gylfi var spurður hvort stjórnvöld hefðu sett sig í samband um næstu skref. „Nei.“