Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Skógareldar á ferðamannaslóðum í Tyrklandi

29.07.2021 - 15:22
Paramilitary police officers and people watch as a wildfire fanned by strong winds rage near the Mediterranean coastal town of Manavgat, Antalya, Turkey, Wednesday, July 28, 2021. Authorities evacuated homes in Manavgat as a wildfire raged Wednesday through a forest. Gendarmerie forces helped move residents out of four neighborhoods in the town out of the fire's path as firefighters worked to control the blaze, the Manavgat district governor Mustafa Yigit told the state-run Anadolu Agency. (Arif Kaplan/IHA via AP)
 Mynd: AP - IHA
Þrír eru látnir og 122 hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna reykeitrunar eftir að skógareldar kviknuðu í Antalya-héraði í suðurhluta Tyrklands í gær. Meðal annars brennur gróður í og við ferðamannabæinn Manavgat. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla hafa tuttugu hús brunnið í einu hverfi bæjarins. Þar bjuggu um fimm hundruð manns. Margir hafa verið fluttir á brott. Þyrlur eru notaðar við slökkvistarfið. Yfirvöld grunar að kveikt hafi verið í skóginum, þar sem eldurinn kom upp á fjórum stöðum.
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV