Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Óvænt úrslit og heimsmet á sjöunda degi Ólympíuleikanna

epaselect epa09379477 Novak Djokovic of Serbia reacts during the Men's Singles Semifinal against Alexander Zverev of Germany at the Tennis events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Ariake Coliseum in? Tokyo, Japan, 30 July 2021.  EPA-EFE/RUNGROJ YONGRIT
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Óvænt úrslit og heimsmet á sjöunda degi Ólympíuleikanna

29.07.2021 - 17:09
Frjálsíþróttakeppnin hófst á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Guðni Valur Guðnason keppti í undanúrslitum kringlukastsins en gerði öll þrjú köst sín ógild. 21 gullverðlaun voru afhent á leikunum í dag og sýnt var beint frá fjölmörgum greinum á rásum RÚV að vanda.

Guðni Valur Guðnason var síðasti Íslendingurinn til að keppa á leikunum í Tókýó en hin þrjú hafa öll lokið keppni. Guðni var bjartsýnn fyrir keppnina en endaði á því að gera öll þrjú köstin ógild og komst því ekki áfram í úrslit kringlukastsins. Íslensku handboltaþjálfararnir voru í eldlínunni í dag, Novak Djokovic féll úr leik í einliðaleik karla í tennis og heimsmet var sett í sundlauginni. 

Hér fyrir neðan má sjá önnur helstu úrslit dagsins en sömuleiðis má horfa á allar útsendingar dagsins í spilara RÚV. 

Dagskrá RÚV á sjöunda keppnisdegi

23:50 - Frjálsíþróttir, Guðni Valur Guðnason
01:25 - Sund 
03:15 - Handbolti: Barein - Japan 
05:05 - Handbolti: Frakkland - Spánn 
06:50 - Tennis: Undanúrslit í einliðaleik karla 
09:50 - Frjálsíþróttir 
12:00 - Borðtennis: Úrslit í einliðaleik karla 
12:20 - Handbolti: Þýskaland - Noregur 
13:10 - BMX hjólreiðabrun 
14:00 - Körfubolti: Bandaríkin - Japan 
14:10 - Fótbolti: Holland - Bandaríkin 

Mynd: María Björk Guðmundsdóttir / RUV
Hér má sjá viðtal við Guðna Val Guðnason eftir kringlukastkeppnina í nótt.