Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kennarar fá örvunarskammt áður en skólinn hefst á ný

epa09291815 A health worker shows a Pfizer vaccine during a new vaccination day against covid-19 in Tegucigalpa, Honduras, 21 June 2021. Honduras resumes vaccination against covid-19 after receiving more than 212,000 doses of Pfizer donated under the Covax mechanism, promoted by the World Health Organization (WHO).  EPA-EFE/Gustavo Amador
 Mynd: EPA
Kennurum landsins, sem fengu janssen bóluefnið, verður boðið að fá örvunarskammt af pfizer bóluefninu til að auka öryggi þeirra fyrir skólaárið sem hefst í ágúst.

Byrjað verður að bólusetja þessa aukaskammta á höfuðborgarsvæðinu á þriðjudag og haldið áfram næstu tveir vikurnar, segir Óskar Reykdalsson forstjóri heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Fólk er beðið um að koma sem hér segir á milli klukkan 11 til 16 og er fyrirkomulagið svipað og í bólusetningum barnshafandi kvenna; bólusett eftir fæðingamánuði fólks. Þannig er byrjað 3. ágúst á kennurum og starfsfólki skóla sem fætt er í janúar og febrúar, daginn eftir á fólki sem fætt er í mars eða eins og hér segir: 

Kennarar og starfsfólk fætt í janúar og febrúar mætir 3. ágúst
í mars mætir 4. ágúst
Apríl 5. ágúst
Maí 6. ágúst
Júní 9. ágúst
Júlí 10. ágúst
Ágúst 11. ágúst
September og október 12. ágúst
Nóvember og desember 13. ágúst

 

Mánuður þarf að hafa liðið frá bólusetningunni, að öðrum kosti þarf fólk að fá annan tíma.

Óskar segir að gert sé ráð fyrir  mikilli törn dagana sautjánda til tuttugasta ágúst, þegar öðrum sem fengu Janssen-bóluefnið verði boðið að fá örvunarskammt af Pfizer. Tilgreint verður síðar hvernig fólk raðast á dagana. 

 

 

Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV