Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Ísland orðið appelsínugult

29.07.2021 - 11:49
Mynd með færslu
 Mynd: Hjalti Þórarinsson - RÚV
Ísland er gult á nýju korti Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í morgun.

Kortið byggist á smittíðni yfir tveggja vikna tímabil, viku 28-29 (12.-25. júlí) en þetta er í fyrsta sinn frá því í vor sem Ísland er ekki grænt á kortinu.

Nýgengi veirunnar á tímabilinu var 167 hér á landi, en lönd flokkast sem gul ef nýgengið er yfir 75 (að því gefnu að hlutfall jákvæðra sýna sé undir 1%).

Mynd með færslu
 Mynd: Sóttvarnastofnun Evrópu

Bjarnheiður Halldórsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, sagði í samtali við fréttastofu að mikilvægt væri að Ísland héldi græna litnum á kortinu og afleiðingarnar gætu verið svakalegar ef Ísland yrði rautt á kortinu.

Skemmst er frá því að segja að á kortinu, sem gefið verður út í næstu viku, verður Ísland rautt og getur ekkert komið í veg fyrir það. Þegar hafa of mörg smit greinst á því tímabili, sem þá verður undir.