Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Bólusetning eða grímuskylda með reglulegri sýnatöku

epa09377672 US President Joe Biden responds to a question from the news media following his remarks on the efforts to get more Americans vaccinated and the spread of the Delta variant in East Room of the White House in Washington, DC, USA, 29 July 2021. President Biden announced new COVID-19 vaccination and testing rules for federal employees.  EPA-EFE/SHAWN THEW
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum eru nú skyldugir til að fara í bólusetningu gegn Covid. Að öðrum kosti eiga þeir að vera með grímu, fara reglulega í sýnatöku, halda fjarlægðarmörkum og fá ekki að ferðast vegna vinnu sinnar.

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í kvöld og sagði ástæðuna sífellt meiri fjölda smita af völdum Delta-afbrigðisins. Framangreindar reglur ættu í raun að gilda um alla starfsmenn og hann hvatti einkageirann til að fylgja fordæmi sínu. 

Biden hvatti jafnframt fyrirtæki til að veita starfsmönnum sínum launað leyfi til að fara í bólusetningu. Bólusetning væri besta vörnin gegn Deltaafbrigðinu - þetta væri spurning upp á líf og dauða.

Þá sagðist Biden vilja tryggja að hermenn yrðu bólusettir.

 

hallgrimur's picture
Hallgrímur Indriðason
Fréttastofa RÚV