Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

118 smit í gær

29.07.2021 - 10:48
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Þór Ægisson - RÚV
118 hafa greinst smitaðir af COVID-19 síðan í gær. 67 voru utan sóttkvíar. Af þeim sem greindust voru áttatíu manns fullbólusettir og fjórir hálfbólusettir. 966 manns eru í einangrun og 2.508 í sóttkví. Tíu eru á sjúkrahúsi og tveir á gjörgæslu.

Yfir fimm þúsund sýni voru tekin í gær, 4.813 innanlandssýni og 305 á landamærunum. Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans undanfarna daga vegna fjölda sýna en deildin sér um greiningu. Nýgengi innanlandssmita er 249 á hverja 100 þúsund íbúa.

 

Fréttin hefur verið uppfærð.

Tinna Eiríksdóttir
Fréttastofa RÚV