Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sýrlenskur læknir ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni

epa05085265 Members of the German police stand in front of the central railway station in Munich, Germany, 01 January 2015. The terror alert level in the southern German city of Munich remains high, authorities said Friday after a night during which two train stations had to be shuttered amid New Year's festivities because of worries about an attack. Two city train stations - including its central one - were shut down in the final hours of 2015 after police, acting on a foreign intelligence tip, issued a terrorism warning. Details about the exact nature of the threat and the people involved remain unclear.  EPA/SVEN HOPPE ALTERNATIVE CROP
 Mynd: EPA - DPA
Sýrlenskur læknir, sem búið hefur í Þýskalandi síðan um miðjan síðasta áratug, hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann er sakaður um að hafa pyntað sjúklinga sína á hrottalegan hátt.

Yfirvöld hafa einungis nafngreint lækninn sem Alaa M. Hann var handtekinn í júní í fyrra og gefið að sök að hafa beitt sjúklinga ómannúðlegu harðræði í fangelsi í Homs í Sýrlandi árið 2011. Við frekari rannsókn á ferli hans kom ýmislegt fleira í ljós, þannig að við bættust eitt morð á sjúklingi og pyntingar á átján til viðbótar. 

Alaa M starfaði á hersjúkrahúsum í Damaskus og Homs á árunum 2011 og 2012. Hann er meðal annars ákærður fyrir að hafa hellt eldfimum vökva á kynfæri unglingspilts og kveikt í. Einnig er hann sakaður um að hafa pyntað sjúkling sem þjáðist af flogaveiki. Vitni segja hann hafa kýlt manninn í andlitið, lamið hann með plaströri og sparkað í höfuð hans. Sjúklingurinn lést nokkrum dögum síðar eftir að læknirinn gaf honum töflu. Dánarorsök liggur ekki fyrir. Aðrar lýsingar á pyntingum læknisins eru í svipuðum dúr.

Alaa M flutti frá Sýrlandi til Þýskalands árið 2015. Þar starfaði hann áfram sem læknir þar til hann var tekinn höndum. Síðastliðinn vetur var fyrrverandi starfsmaður sýrlensku leyniþjónustunnar dæmdur í Þýskalandi fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann tók þátt í að handtaka að minnsta kosti þrjátíu mótmælendur í Duma haustið 2011 og senda þá í Al-Khatib fangabúðirnar í Damaskus. Þar voru þeir beittir pyntingum.

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV