Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fréttir: Yfir 200 í farsóttarhúsum

28.07.2021 - 18:51
245 hafa greinst með covid innanlands á síðustu tveimur dögum. Yfirlögregluþjónn segir að toppi kúrfunnar sé líklega enn ekki náð. Einn óbólusettur er á gjörgæslu.

Tugir nýrra gesta koma inn á farsóttarhúsin á degi hverjum, en nú eru yfir 200 þar í einangrun. Þau sem eru ekki með ísskáp á herbergi sínu notast sum við plastpoka út um glugga, en þau heppnustu fá herbergi með svölum. 

Bandaríkjastjórn mælist til þess til að fólk noti grímu innandyra þar sem mikið er um smit. Bretar ætla á sama tíma að slaka á ferðahömlum til landsins.

Yfirvöld í Kóreuríkjunum ræddu saman í fyrsta skipti í rúmlega ár í gær. Leiðtogi Norður-Kóreu segir þjóðina vinna úr erfiðleikum síðustu mánuða og stefna á nýja sigra.

Þrátt fyrir að íslenski geitastofninn stækki hægt er mikil gróska í framleiðslu á vörum úr geitamjólk. Salatostur og skyr eru meðal þess sem mjólk geitanna í Skriðdal gefur af sér. 

 

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV