Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Boeing hagnast á ný

28.07.2021 - 14:37
epa08175509 (FILE) - A Boeing 737 Max is on display at the Farnborough International Airshow (FIA2018), in Farnborough, Britain, 17 July 2018 (reissued 29 January 2020). Boeing on 29 January 2020 published their full year and 4th quarter 2019 results saying they suffered 636 million USD losses, its first full-year loss since 1997. Boeing also said they expect the costs related to the crisis of grounding their new 737 Max passenger planes to continue to climb.  EPA-EFE/ANDY RAIN
 Mynd: EPA-EFE - EPA-
Boeing flugvélasmiðjurnar skiluðu hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Það hafði ekki gerst síðan árið 2019. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að hagnaður á öðrum ársfjórðungi rekstrarársins hafi numið 587 milljónum dollara. Á sama tíma í fyrra var tapið 2,4 milljarðar dollara. Jafnframt var tilkynnt að hætt hefði verið við að fækka um tíu þúsund manns í hópi starfsfólksins. 140 þúsund verði við störf hjá fyrirtækinu eins og verið hafi. 
asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV