Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Yfirmaður öryggismála Haítíforseta handtekinn

epa09360419 Military guard the coffin with the body of President Jovenel Moise during his funeral ceremony in Cap-Haitien, Haiti, 23 July 2021. The wake in honor of the president of Haiti, Jovenel Moise, began on 23 July in the city of Cap-Haitien, in the north of the country, hours before the burial of the president, who was assassinated on 07 July 2021, takes place. The funeral service began two hours behind schedule and takes place in the gardens of the Habitation Village SOS, the Moise family's private residence on the outskirts of Cap-Haitien, which is guarded by a strong security apparatus.  EPA-EFE/Orlando Barria
 Mynd: EPA-EFE - EFE
Lögregla á Haítí tilkynnti í dag að hún hefði handtekið yfirmann öryggisgæslu Jovenels Moise, forseta Haítí, sem ráðinn var af dögum fyrir skemmstu. Talskona lögreglunnar, Marie Michelle Verrier, staðfesti í samtali við AFP-fréttastofuna að Jean Laguel Civil, yfirmaður öryggismála hjá forsetaembættinu, hafi verið handtekinn, grunaður um aðild að samsæri um morðið á forsetanum á heimili hans í Port Au Prince aðfaranótt 7. júlí.

Á þriðja tug þungvopnara málaliða fóru þar inn og út í skjóli nætur án þess að öryggisverðir hans létu á sér kræla. Málaliðarnir, sem allir eru kólumbískir, þvertaka fyrir að hafa myrt forsetann. Þeir segjast hafa verið ráðnir til að handtaka hann, en komið að honum látnum. Auk Civil eru fjórir lögreglumenn aðrir grunaðir um aðild að morðinu og sæta farbanni. Loks hefur lögregla gefið út handtökuskipun á hendur Wendell Coq Thelot, sem Moise rak úr embætti hæstaréttardómara.