Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sandspyrnukeppni á Hjörleifshöfða sögð óheimil

27.07.2021 - 14:34
Mynd með færslu
 Mynd: rúv
Kvartmíluklúbburinn stendur fyrir sandspyrnukeppni á Hjörleifshöfða sem hófst á hádegi í dag. Keppnin er hluti af kvikmyndatökuverkefni fyrir breska sjónvarpsþáttinn Top Gear sem sýndur er á sjónvarpsstöðinni BBC. Daníel Freyr Jónsson, sérfræðingur hjá náttúruverndarteymi Umhverfisstofnunar, segir hlutaðeigandi ekki hafa fengið leyfi til keppninnar en allar leyfisveitingar til utanvegaaksturs verði að fara í gegnum Umhverfisstofnun.

Umhverfisstofnun hefur verið að fylgjast með stöðunni á Hjörleifshöfða í dag eða frá því að þeim barst tilkynning um keppnina. Hann segir einstaklingana hafa talið sig fengið leyfi en það hafi ekki verið veitt af Umhverfisstofnun. Þá hefur lögreglu og landvörðum verið gert viðvart. 

„Það er alveg skýrt að það er einungis Umhverfisstofnun sem getur veitt leyfi til utanvegaaksturs. Þetta kvikmyndatökuverkefni var ekki með leyfi til aksturs utan vegar, “ segir Daníel Freyr.  

Munu ekki stöðva keppnina; Allt rask þegar orðið

Þá er Umhverfisstofnun búin að ræða við einstaklingana sem standa fyrir keppninni en þeir segjast hafa allan tækjabúnað til þess að ganga frá eftir sig að keppni lokinni. Starfsmenn á vegum Umhverfisstofnunar munu þá jafnframt taka svæðið út en það þjóni litlum tilgangi að stöðva keppnina eins og er, skaðinn sé þegar skeður.