Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Metfjöldi kórónuveirusmita í gær

27.07.2021 - 18:40
Metfjöldi kórónuveirusmita greindist innanlands í gær. Deildarstjóri Covid-göngudeildar Landspítalans segir að starfsfólk sé orðið langþreytt vegna manneklu og álags.

Mun færri eru á spítala í Englandi vegna COVID-19 nú en í síðustu bylgju. Einn virtasti faraldsfræðingur Bretlands er bjartsýnn á að sjúkdómurinn verði ekki lengur faraldur þegar líða fer á haustið. 

Veðurblíðan á Norður- og Austurlandi að undanförnu hefur haft veruleg áhrif á tún. Bóndi í Skagafirði reiknar með að þurfa að minnka bústofninn vegna heyskorts.

Brákarey við Borgarnes býður upp á mikla möguleika í framtíðaruppbyggingu að mati heimamanna. Margar hugmyndir eru um íbúabyggð, veitingastaði og jafnvel sjóböð við eyna.

Dýrahirðar í Ástralíu nýta samfélagsmiðla til að leiða saman risaskjaldbökur í útrýmingarhættu. Vonir standa til að þær geti fjölgað sér þegar þær mega loks hittast eftir sóttkví.

Kvöldfréttir hefjast klukkan sjö.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV