Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Snæfríður Sól bætti Íslandsmetið

Mynd með færslu
 Mynd: Simone Castrovillari - SSÍ

Snæfríður Sól bætti Íslandsmetið

26.07.2021 - 10:16
Snæfríður Sól Jórunnardóttir þreytti frumraun sína á Ólympíuleikum rétt í þessu þegar hún keppti í undanrásum 200 metra skriðsundsins. Snæfríður bætti Íslandsmet sitt í greininni um 30/100.

Snæfríður Sól keppti í þriðja riðlinum og var á áttundu braut. Íslandsmet hennar í 200 metra skriðsundi, sem hún setti í mars á þessu ári, var 2:00,50. 

Snæfríður var síðust í bakkann af þeim sem syntu í þriðja riðlinum og kemst því ekki áfram í undanúrslitin. En árangurinn var engu að síður glæsilegur því hún bætti Íslandsmet sitt í greininni, nýja metið er nú 2:00,20. Frábær árangur hjá Snæfríði í sinni fyrstu grein á stærsta sviðinu.

Snæfríður keppir næst í undanrásum 100 metra skriðsundsins á miðvikudaginn.