Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Mikill viðbúnaður í Lundúnum vegna flóða

26.07.2021 - 16:29
Erlent · Bretland · Flóð · Lundúnir
Mynd með færslu
 Mynd:
Talsverður viðbúnaður er nú í Lundúnum vegna flóða eftir þrumuveður og úrhelli í borginni í gær. Flætt hefur inn á bráðadeildir á tveimur sjúkrahúsum í austurhluta Lundúna og beina þau nú sjúklingum og gestum á aðrar stofnanir í borginni. Ekkert rafmagn er á öðru þeirra.

Slökkviliðinu í Lundúnum höfðu í morgun borist yfir þúsund útköll vegna flóðanna en víða flæðir inn á heimili Lundúnabúa. Samgöngur liggja margar niðri og mikið regnvatn er á vegum borgarinnar sem mörgum hefur nú verið lokað tímabundið. BBC greinir frá. 

Sjá einnig: Flóð og flóðaviðvaranir í Lundúnum, S-Englandi og Wales

Veðurviðvörun er í gildi í suðausturhluta Englands en í gær var fólki ráðlagt að vera við öllu búið vegna yfirvofandi flóða. 

Frá Twitter-síðu slökkviliðsins í Lundúnum: