Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Mikill skógareldur í sunnanverðu Frakklandi

26.07.2021 - 06:34
epa09362830 View of the fire from the junction of the four roads of Miralles where the fire can be seen and Firefighters, ADF and police are setting up a device to coordinate the extinction work, in Miralles, Spain, 24 July 2021. The fire that started in Santa Coloma de Queralt (Conca de Barbera) in the afternoon of 24 July remains active, with a current impact of 1,000 hectares and which is now spreading, affecting the Anoia region.  EPA-EFE/SUSANNA SAEZ
Um miðbik Sardiníu hafa eldar sviðið um 40 ferkílómetra skóglendis síðustu daga. Mynd: EPA-EFE - EFE
Mikill skógareldur hefur logað í sunnaverðu Frakklandi um helgina og brennur enn. Yfir 1.000 slökkviliðsmenn berjast við eldinn, sem kviknaði á laugardag. Um 8,5 ferkílómetrar skóglendis hafa orðið eldinum að bráð til þessa. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði en afar hlýtt og þurrt hefur verið á þessum slóðum upp á síðkastið.

Sérútbúnar flugvélar hafa verið sendar á hamfarasvæðið, sem er á milli bæjanna Narbonne og Carcassone, til að aðstoða við slökkvistarfið. Ekki er vitað til þess að fólk hafi slasast eða dáið í eldinum en hann hefur valdið umtalsverðu tjóni og rafmagnsleysi á mörgum stöðum, bæði í Frakklandi og sunnan spænsku landamæranna.

Þar brenna reyndar líka skógareldar í Katalóníu, um 100 kílómetra vestur af Barselóna, og hafa sviðið um 11 ferkílómetra skóglendis. Þar hefur heldur enginn látið lífið en um eða yfir 100 manns hafa þurft að flýja heimili sín og mikið tjón hefur orðið á ræktarlandi. Á ítölsku eyjunni Sardiníu hafa hátt í 400 manns verið flutt frá heimilum sínum um miðbik eyjunnar, þar sem um eldar hafa sviðið um 40 ferkílómetra af skógi og nokkur hús að auki. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV