Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Kvöldfréttir: Mælt með bólusetningu barnshafandi kvenna

26.07.2021 - 18:40
Smitrakning gengur hægt vegna fjölgunar smita og margir fullbólusettir eru ósáttir við að þurfa í sóttkví. Framvegis verður mælt með að þungaðar konur fari í bólusetningu.

Þrjú lík fundust í hlíðum fjallsins K2 í dag. Talið er að þau séu af John Snorra Sigurjónssyni og tveimur samferðarmönnum hans sem fórust á leið sinni á tindinn í byrjun febrúar. 

Ákvörðun forseta Túnis um að reka forsætisráðherrann og senda þingið í leyfi er ýmist fagnað eða mótmælt úti á götum landsins. Andstæðingar hans óttast að hann ætli sér aukin völd. 

Persónuvernd fær erindi tengd myndbandsupptökum vikulega inn á sitt borð. Pottur virðist víða brotinn og margir gera sér ekki grein fyrir hvaða reglur gilda um upptökur. 

Fæðuöryggi þjóðarinnar stendur höllum fæti að sögn tilraunastjóra Landbúnaðarháskólans að Hvanneyri. Öflug kornrækt gæti gjörbreytt stöðu Íslands að þessu leyti.

Kvöldfréttir hefjast klukkan sjö.

Frettir's picture
Fréttastofa RÚV