Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Keppni lokið á þriðja degi Ólympíuleikanna

epa09366488 Thomas Daley and Matty Lee of Great Britain on their way to winning gold in the men's synchronised 10m platform diving final of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Tokyo Aquatics Centre in Tokyo, Japan, 26 July 2021.  EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ
 Mynd: EPA-EFE - EPA

Keppni lokið á þriðja degi Ólympíuleikanna

26.07.2021 - 17:19
Þriðji keppnisdagur Ólympíuleikanna í Tókýó var í dag. Sem fyrr var nóg um að vera á sjónvarpsrásum RÚV en meðal annars var keppt í sundi, á hjólabrettum, í dýfingum og fimleikum.

Íslendingar hófu keppni í  sundi í dag en Snæfríður Sól Jórunnardóttir synti 200 metra skriðsund í morgun. Hún gerði sér lítið fyrir og bætti Íslandsmetið á sínum fyrstu Ólympíuleikum. Nýja Íslandsmetið er 2:00,20 og er bæting um 30 hundraðshluta úr sekúndu. 

Útsendingar RÚV í dag voru eftirfarandi en hægt er að sjá upptökur í spilara RÚV:

01:25 Sund
03:40 Götuhjólabretti kvenna
05:00 Samhæfðar dýfingar karla
08:15 Spánn-Noregur handbolti karla
09:55 Úrslit liðakeppni fimleika karla
09:55 Sund (Snæfríður Sól)
21:20 Þríþraut kvenna

Bein útsending frá þríþraut kvenna er hluti af fjórða degi leikanna. Keppendur verða ræstir klukkan 6:30 um morgun að staðartíma í Tókýó eða klukkan 21:30 í kvöld að íslenkum tíma.