Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Fauci segir Bandaríkin á rangri leið í faraldrinum

26.07.2021 - 08:06
epa08518353 The director of the National Institute for Allergy and Infectious Diseases, Dr. Anthony Fauci, testifies before the United States Senate's Health, Education, Labor and Pensions (HELP) Committee during a hearing on Capitol Hill in Washington, DC, USA, 30 June 2020. Government health officials updated senators on how to safely get back to school and the workplace during the ongoing pandemic of the COVID-19 disease caused by the SARS-CoV-2 coronavirus.  EPA-EFE/KEVIN DIETSCH / UPI POOL
 Mynd: EPA-EFE - UPI
Bandaríkin glíma við óþarfa vandamál vegna fjölgunar kórónuveirusmita undanfarið að sögn Anthony Fauci sóttvarnasérfræðings Bandaríkjastjórnar. Hann segir að fjölgunina megi rekja til bráðsmitandi Delta-afbrigðisins og óbólusettra Bandaríkjamanna.

„Við erum á leið í vitlausa átt,“ sagði Fauci í sjónvarpsþætti CNN, State of the Union í gær. Fauci kvaðst þá pirraður á stöðunni sem komin væri upp. 

Hann greindi frá því að heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hefðu það til skoðunar að mæla með því að þeir sem hafa verið bólusettir fyrir COVID-19 beri grímur rétt eins og hinir óbólusettu. Þá komi einnig til greina að bólusettir fái auka skammt bóluefnis, svokallaðan örvunarskammt.

Yfir 163 milljónir eða 49% Bandaríkjamanna teljast nú fullbólusettir sé hlutfallið skoðað með tilliti til þess hverjir geta fengið bólusetningar, þ.e. einstaklingar yfir 12 ára aldri, hækkar hlutfallið í 57%.

Fauci segir að vandinn sem Bandaríkjamenn standi nú frammi fyrir beinist að mestu að óbólusettum. „Það er ástæðan fyrir því að við erum að vinna í því að biðja óbólusetta að fara í bólusetningu.“

Hann hvatti þá stjórnmálamenn á þeim svæðum þar sem hlutfall bólusettra er lágt til þess að stíga fram og sýna gott fordæmi og hvetja kjósendur sína til þess að láta bólusetja sig. 

Andri Magnús Eysteinsson