Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Bóluefni framleitt í Afríku fyrir Afríku í dreifingu

26.07.2021 - 10:50
epa09366611 A man receives a dose of COVID-19 vaccine during a mass vaccination in Medan, Indonesia, 26 July 2021. Indonesian goverment extended the enforcement period of the emergency state of public mobility restrictions until 02 August 2021.  EPA-EFE/DEDI SINUHAJI
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Fyrsta bóluefnið gegn COVID-19 sem framleitt er í Afríku er komið í dreifingu. Suður-afríska lyfjafyrirtækið Aspen framleiðir Jansen bóluefni fyrir Afríku, samkvæmt samkomulagi við bandaríska lyfjarisann Johnson & Johnson.

Suður-Afríka hefur farið verst allra Afríkuríkja út úr faraldrinum hingað til og hefur sett aukinn kraft í bólusetningar, segir í frétt AFP fréttastofunnar. Yfir þriðjungur heildarfjölda smita í álfunni eru í Suður-Afríku og 40 prósent dauðsfalla sem rakin eru til sjúkdómsins, segir í frétt Reuters

Búið er að gefa yfir milljónir bóluefnaskammta í Suður-Afríku. Þar eru allir 35 ára og eldri bólusettir en frá fyrsta september býðst öllum átján ára og eldri bólusetning. 

Unnið hefur verið að því í samstarfi við Evrópusambandið að byggja upp bóluefnaframleiðslu í Afríku. BioNTech og Pfizer skrifuðu í liðinni viku undi rsamning við suður-afríska lyfjaframleiðandann Biovac um aðstoð við framleisðlu bóluefnis í Höfðaborg. Í yfirlýsingu frá fyrirtækjunum segir að Biovac sjái um síðasta stig framleiðsluferils efnanna, sem kallast að fylla og ljúka.

Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hefur vakið athygli á ójafnvægi í útvegun bóluefnis og lagt áherslu á að Afríka hafi getu til að verjast. 

asrunbi's picture
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV