Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Sigþóra og Arnar Íslandsmeistarar

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV

Sigþóra og Arnar Íslandsmeistarar

25.07.2021 - 14:37
Sigþóra Brynja Kristjánsdóttir úr UFA á Akureyri og Arnar Pétursson úr Breiðabliki urðu í dag Íslandsmeistarar í tíu þúsund metra hlaupi. Keppt var á Kópavogsvelli samhliða Íslandsmótinu í fjölþrautum sem stendur yfir.

Sigþóra vann öruggan sigur þegar hún hljóp vegalengdina á 37:38,06 mínútum sem er hennar besti tími í greininni. Íris Dóra Snorradóttir úr FH varð önnur á 40:13,50 og kempan Fríða Rún Þórðardóttir úr ÍR þriðja á 41:01,51 mínútu. 

Sigur Arnars var sömuleiðis öruggur. Hann hljóp á 32:44,50 mínútum. Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR varð annar á 34:32,42 mínútum og þriðji Goði Gnýr Guðjónsson úr Heklu á 39:42,75 mínútum.