Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Japönsk systkini Ólympíumeistarar með mínútna millibili

epa09364389 Uta Abe of Japan (blue) reacts after defeating Amandine Buchard of France during their bout in the Women's -52kg Final Judo events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Nippon Budokan arena in Tokyo, Japan, 25 July 2021.  EPA-EFE/PETER KLAUNZER
Uta Abe fagnað Ólympíugulli sínu. Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE

Japönsk systkini Ólympíumeistarar með mínútna millibili

25.07.2021 - 11:18
Japönsku systkinin Uta og Hafimi Abe urðu í dag Ólympíumeistarar í júdó. Aðeins nokkrar mínútur liðu frá því Uta vann sín gullverðlaun þar til stóri bróðir hennar, Hafimi fylgdi í kjölfarið.

Uta Abe sem varð 21 árs fyrir nokkrum dögum síðan mætti hinni frönsku Amandine Buchard í úrslitum -52 kg flokks kvenna. Uta hafði betur og vann fullnaðarsigur, eða á ippon. Þetta eru fyrstu gullverðlaun hennar á Ólympíuleikum, og jafnframt hennar fyrstu leikar. Áður hafði hún þó tvívegis orðið heimsmeistari, 2018 og 2019.

Eftir úrslitaviðureign Abe og Buchard tóku við bronsglímurnar tvær í -66 kg þyngdarflokki karla. Strax í kjölfarið var svo komið að úrslitunum í þeim flokki. Í honum mætti eldri bróðir Utu, Hifumi Abe Georgíumanninum Vazha Margvelashvili. Hifumi verður 24 ára degi eftir að Ólympíuleikunum í Tókýó lýkur.

Hann sigraði á fleiri Waza-Ari stigum og tryggði sér um leið gullið. Þetta eru líka fyrstu verðlaun Hifumi Abe á Ólympíuleikum. Þau koma líka í fyrstu tilraun eins og hjá Utu systur hans. Áður hafði Hifumi þó bæði unnið gull á Ólympíuleikum æskunnar 2014, tvisvar orðið heimsmeistari og einu sinni unnið brons á HM.

epa09364494 Hifumi Abe of Japan reacts during his bout against Vazha Margvelashvili of Georgia in the Men's -66kg Final Judo events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Nippon Budokan arena in Tokyo, Japan, 25 July 2021.  EPA-EFE/PETER KLAUNZER
 Mynd: EPA-EFE - KEYSTONE
Hifumi Abe fagnar gullinu í dag.