Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

ÍBV hafði betur gegn Tindastóli

Mynd með færslu
 Mynd: Mummi Lú - RÚV

ÍBV hafði betur gegn Tindastóli

25.07.2021 - 16:12
ÍBV og Tindastóll mættust í eina leik dagsins í úrvalsdeild kvenna í fótbolta og fyrsta leik tólftu umferðar. Spilað var á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Eyjakonur sátu fyrir leikinn í sjöunda sæti deildarinnar og nýliðar Tindastóls frá Sauðárkróki í því áttunda. 

Og það voru gestirnir sem komust yfir með marki frá Aldísi Maríu Jóhannsdóttur á 22. mínútu. Þóra Björg Stefánsdóttir jafnaði fyrir ÍBV á 30. mínútu og Olga Sevcova skoraði svo sigurmarkið á þeirri 58., 2-1. 

Eyjakonur fara fyrir vikið upp í fimmta sæti deildarinnar með sextán stig.