Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

18 ára Túnisbúi stal senunni í sundinu

epa09362971 Ahmed Hafnaoui of Tunisia celebrates after winning the Men's 400m Freestyle final during the Swimming events of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Tokyo Aquatics Centre in Tokyo, Japan, 25 July 2021.  EPA-EFE/Patrick B. Kraemer
 Mynd: EPA-EFE - EPA

18 ára Túnisbúi stal senunni í sundinu

25.07.2021 - 03:17
Túnisbúinn Ahmed Hafnaoui var stjarnan í sundinu núna í nótt þegar hann varð nokkuð óvænt Ólympíumeistari í 400 m skriðsundi. Hann er aðeins annar Túnisbúinn til að vinna gull í sundgrein á Ólympíuleikum.

Hafnaoui synti á 3:43,36 mín. og var 16/100 úr sek. á undan Ástralanum Jack McLoughlin sem varð annar og vann þar með silfrið. Bandaríkjamaðurinn Kieran Smith vann svo bronsið.

Hafnaoui sem er aðeins 18 ára er aðeins annar túníski sundmaðurinn til að vinna Ólympíugull í sundi. Oussama Mellouili varð Ólympíumeistari í 1500 m skriðsundi karla í Peking 2008. Þetta er jafnframt aðeins fjórðu gullverðlaun Túnisbúa þvert á greinar í Ólympíusögunni.

Heimsmet í 4x100 m skriðsundi kvenna

Ástralar settu heimsmet í 4x100 m skriðsundi kvenna. Ástralska sveitin synti á 3:29,69 mín. Þetta er jafnframt Ólympíumet. Í sveitinni syntu Bronte Campbell, Kate Campbell, Emma McKeon og Meg Harris. Kanada vann silfrið og Bandaríkin bronsið.

epa09362568 Mollie OCallaghan (L) and Meg Harris (R) of Australia react after competing for the Women's 4 x 100m Freestyle Relay Swimming event of the Tokyo 2020 Olympic Games at the Tokyo Aquatics Centre in Tokyo, Japan, 24 July 2021.  EPA-EFE/VALDRIN XHEMAJ
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Ástralar settu heimsmet í 4x400 m skriðsundi kvenna.

Í 400 m fjórsundi karla varð Chase Kalisz frá Bandaríkjunum Ólympíumeistari með sigurtímann 4:09,42 mín. Bandaríkin unnu tvöfalt í þeirri grein því Jay Litherland vann silfur. Bronsið fór svo til Ástralans Brendon Smith.

Önnur gullverðlaun Japana á leikunum

Þá unnu heimamenn sín fyrstu gullverðlaun í sundinu á þessum Ólympíuleikum þegar Ohashi Yui varð Ólympíumeistari í 400 m fjórsundi kvenna. Sigurtími hennar var 4:32,08 mín. Emma Weyant frá Bandaríkjunum hreppti silfrið og Hali Flickinger, einnig frá Bandaríkjunum bronsið.

Þetta eru önnur gullverðlaun Japana í Tókýó í ár. Í gær vann Takato Naohisa gullið í -60 kg flokki karla í júdó.