Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Yfir 100 látin í flóðum og skriðum á Indlandi

24.07.2021 - 00:25
Erlent · Hamfarir · Asía · Flóð · Indland · Veður
epa09359493 A handout photo made available by the Indian Navy while doing the helicopter sortie on 23 July 2021 shows an aerial view of the Raigad district, Maharashtra, India, 23 July 2021.  According to the district administration severe rainfall in Maharashtra killed at least 36 people and another 30 are feared trapped in three landslides in various areas.  EPA-EFE/INDIAN NAVY HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - INDIAN NAVY
Minnst 112 manns hafa látist í flóðum og aurskriðum í Maharashstra-ríki í vesturhluta Indlands og fjölda fólks er enn saknað. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum og síðasta sólarhringinn mældist 594 millimetra úrkoma á Indlandi vestanverðu. Ár flæða víða yfir bakka sína og það gildir líka um síki og skipaskurði.

 

Ríkisstjóri Maharashtra, Uddhav Thackeray, segir nauðsynlegt að hleypa vatni úr nokkrum stíflulónum og því þurfi að rýma byggð meðfram fljótum og skurðum sem vatninu verður veitt í. 

Hermenn í sjó- og flugher Indlands hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem hefur lent í ógöngum í illviðrinu. Skriðuföll hamla hins vegar björgunarstörfunum, þar sem margar skriður hafa fallið á vegi, þar á meðal þjóðveginn milli borganna Mumbai og Goa.

Í borginni Chiplun, um 250 kílómetra frá Mumbai, hækkaði vatnsyfirborð um þrjá og hálfan metra eftir að látlaust rigndi í sólarhring. Ár flæddu þar yfir bakka sína og færðuíbúðarhús og vegi á kaf. Nokkur hverfi í Chiplun eru einangruð af þessum sökum. 

 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV