Athugið þessi frétt er meira en 2 mánaða gömul.

Tveggja leitað við gosstöðvarnar - fundust heilir

24.07.2021 - 10:55
Mynd með færslu
 Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsd - RÚV
Björgunarsveitir á Suðurnesjum voru kallaðar út til leitar að tveimur göngugörpum við gosstöðvarnar í Fagradalsfjalli í morgun. Svartaþoka var og rigning en björgunarsveitir fundu fólkið eftir tæpa tveggja tíma leit, að því er segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Fólkið var heilt á húfi.

 

 

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir